UMHVERFISMÁL

slider2

 

    • Umhverfismál hafa stöðugt meira vægi í lífi okkar og skipta okkur öll máli. Umhverfisáhrif vegna matar- og drykkjarframleiðslu eru umtalsverð en jafnframt eitthvað sem neytendur geta haft bein áhrif á.
    • Samkvæmt skýrslu Sameinuðu Þjóðanna frá 2010 má rekja 20-30% umhverfisáhrifa í heiminum til matvælaframleiðslu.
    • Nýleg alþjóðleg skýrsla sýnir mikla sóun í matvælaframleiðslu því 30-50% af öllum mat í heiminum eyðileggst eða er hent.
    • Íslandus er innlegg okkar til vistvænnar matar- og drykkjargerðar. Markmið okkar er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Það gerum við með því að leggja áherslu á bætta nýtingu afurða, hugmyndaríka notkun á staðbundnu hráefni og vistvæna framleiðsluhætti.

MYSA

Lágmörkun á umhverfisáhrifun með staðbundnu hráefni og endunýjanlegri orku

Lágmörkun á umhverfisáhrifun með staðbundnu hráefni og endunýjanlegri orku

   • Mysa er aukaafurð við osta- og skyrgerð. Bæði á Íslandi og annars staðar er mikið af mysu hent. Enn þann dag í dag er 40% af allri mysu í Evrópu vannýtt.
   • Aukin nýting á mysu er umhverfisvæn leið. Vegna þess hve mysa er rík af næringarefnum getur hún leitt til svokallaðrar ofauðgunar í ám og vötnum ef henni er hent. Ofauðgun er ein tegund af mengun þar sem hún leiðir til röskunar á jafnvægi í vistkerfinu og veldur því að lífverur geta vaxið hömlulaust. Sem dæmi getur ofauðgun hleypt ógnarvexti í þang og valdið því að súrefni í vatni minnkar þannig að aðrar lífverur þrífast ekki.
   • Miðað við skyrframleiðslu hérlendis má leiða að því líkum að mengunarstuðull íslenskrar mysu jafngildi þeirri mengun sem leiðir af árlegu heimilisskolpi 100 þúsund einstaklinga, m.ö.o. allra Reykjavíkurbúa!
   • Aukin nýting á mysu er því bæði hollur og umhverfisvænn kostur.

VISTVÆN FRAMLEIÐSLA

   • Við notum íslensk hráefni í Íslandus. Með staðbundnum hráefnum komum við í veg fyrir umhverfisáhrif vegna flutninga með flugi eða skipum yfir úthafið.
   • Við framleiðsluna notum við endurnýjanlega orku sem lágmarkar umhverfisáhrifin.
   • Vistferilsgreining (LCA) sýndi  að með því að nota staðbundin hráefni og endurnýjanlega orku við framleiðsluna tekst okkur að lækka kolefnisfótspor vörunnar um 83%.
   • Íslandus er því sannarlega vistvæn framleiðsla og dregur úr neikvæðum umhverfisáhrifum sem gjarnan fylgja matvælaframleiðslu og flutningum matvæla á milli landa.