Um okkur

P1010411small

 

Kruss ehf var stofnað um mitt ár 2013 en Íslandus verkefnið hófst sem nemendaverkefni á vegum ríkisháskólanna, Matís og NMI árið 2011 – sjá Upphafið. Íslandus teymið samanstendur af þremur konum sem hafa mjög mismunandi bakgrunn og þekkingu. Við eigum það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á nýtingu íslenskra auðlinda, sé slíkt gert á sjálfbæran hátt og sjáum mikil tækifæri fyrir íslenska framleiðslu á náttúruhráefnum og vannýttum aukaafurðum.

Sigga mynd

Sigríður Anna Ásgeirsdóttir er framkvæmdarstjóri Kruss ehf og hefur starfað við þróun Íslandus frá upphafi. Sigríður Anna hefur lokið mastersnámi í lífefnafræði og umhverfis- og auðlindafræði og doktorsnámi í sameindarlíffræði.  Hún hefur yfir 20 ára reynslu af vísindarannsóknum og nýtist sú reynsla  vel við framleiðsluferlið og gæðamál framleiðslunnar. Sigríður Anna ferðast gjarnan um landið, bæði sem leiðsögumaður og í eigin frítíma og hefur eindreginn áhuga á umhverfismálum og náttúruvernd.

 

 

Hildur myndHildur Björk Hilmarsdóttir er kennari að mennt og með MBA gráðu frá HR. Hún hefur starfað sem grunnskóla- og íþróttakennari, verið verkefnisstjóri innan almannatengslasviðs Krabbameinsfélags Íslands og söfnunarstjóri landssöfnunar sama félags. Hún var framkvæmdarstjóri hjá Hrif ehf – heilsuefling innan fyrirtækja og starfaði sem vörustjóri (“Product Manager”) og” R&D Management Assistant” hjá þróunarsviði Össurar. Hún stjórnaði verkefninu Kraftur í kringum Ísland fyrir hönd Krafts. Hildur starfar í dag sem sviðsstjóri samskiftasviðs Rauða Krossins á Íslandi.

 

 

Sigrun mynd2Sigrún Andersen hefur unnið í meira en fimmtán ár við stjórnun í smásölu og heildsölurekstri þar sem hún hefur aflað sér viðamikillar reynslu í sölu-, markaðs-, vöru- og starfsmannastjórnun. Sigrún er lærður fatahönnuður og með MBA gráðu frá HR. Hún hefur unnið sem framkvæmdarstjóri fataverslana og heildverslunar á sviði lífrænna matvara. Sigrún er meðeigandi Indiska á Íslandi.

 

 

Íslandus  verkefnið er unnið í samvinnu við fjölmarga aðila sem hafa hjálpað okkur að gera þennan draum að veruleika. Ótalmargt starfsfólk Matís hefur reynst okkur mjög vel og verið okkur innan handa með ráðgjöf, aðstöðu og mælingar.