- Íslandus, vistvæn mysuafurð var þróuð af tveimur meistaranemum í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, Elínu Öglu Briem og Sigríði Önnu Ásgeirsdóttur, í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. Upphaflega hugmyndin var að hanna mysuklaka en fljótlega komumst við að því að blandan býður einnig upp á mikla möguleika sem drykkjarvara.
Hér má sjá viðtal við Elínu Öglu og Sigríði Önnu. - Útgangspunkturinn hefur alltaf verið að nýta mysu, sem er næringarrík afgangsafurð við skyrframleiðslu
- Til að bragðbæta mysuna og til að auka enn við hollustueiginleika hennar var seyði úr handtíndum íslenskum jurtum og berjum blandað saman við mysuna og úr varð Íslandus.
- Með Íslandus tengjum við saman aldagamla matarhefð og nútíma matarsmekk. Meira en 120 óháðir einstaklingar smökkuðu Íslandus og langflestum fannst hann góður á bragðið.
- Íslandus sigraði í keppni um vistvænustu matvöruna á Hönnunarmars 2012 og var valinn sem fulltrúi Íslands í hina evrópsku Ecotrophelia keppni sem haldin var í París í október 2012.
- Vorið 2013 hlaut verkefnið styrk frá Velferðarráðuneytinu til atvinnumála kvenna, sem gerði okkur kleift að koma Íslandus á markað.
- Í október 2013 fékk Íslandus viðurkenningu sem ein af fjórum bestu viðskiptahugmyndum í nýsköpunarsamkeppni Landsbanka Íslands og Matís sem bar yfirskriftina “Þetta er eitthvað annað”.