UPPHAFIÐ

Smökkun_Graf_Isl

  • Íslandus, vistvæn mysuafurð var þróuð af tveimur meistaranemum í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, Elínu Öglu Briem og Sigríði Önnu Ásgeirsdóttur,  í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. Upphaflega hugmyndin var að hanna mysuklaka en fljótlega komumst við að því að blandan býður einnig upp á mikla möguleika sem drykkjarvara.
    Hér má sjá viðtal við Elínu Öglu og Sigríði Önnu.
  • Útgangspunkturinn hefur alltaf verið að nýta mysu, sem er næringarrík afgangsafurð við skyrframleiðslu
  • Til að bragðbæta mysuna og til að auka enn við hollustueiginleika hennar var seyði úr handtíndum íslenskum jurtum og berjum blandað saman við mysuna og úr varð Íslandus.
  • Með Íslandus tengjum við saman aldagamla matarhefð og nútíma matarsmekk. Meira en 120 óháðir einstaklingar smökkuðu Íslandus og langflestum fannst hann góður á bragðið.
  • Íslandus sigraði  í keppni um vistvænustu matvöruna á Hönnunarmars 2012 og var valinn sem fulltrúi Íslands í hina evrópsku Ecotrophelia keppni sem haldin var í París í október 2012.

               

  • Vorið 2013 hlaut verkefnið styrk frá Velferðarráðuneytinu til atvinnumála kvenna, sem gerði okkur kleift að koma Íslandus á markað.
  • Í október 2013 fékk Íslandus viðurkenningu sem ein af fjórum bestu viðskiptahugmyndum í nýsköpunarsamkeppni Landsbanka Íslands og Matís sem bar yfirskriftina “Þetta er eitthvað annað”.
Hilldur Björk tekur við viðukenningu frá fulltrúum Landsbankans og Matís

Hilldur Björk tekur við viðurkenningu frá fulltrúum Landsbankans og Matís