KOKTEILAR

P1020854

   

Andri Davíð Pétursson kokteilmeistari og veitingastjóri hjá Mat og Drykk

Andri hefur yfir 10 ára reynslu í veitingabransanum. Hann hefur tekið þátt í fjölda barþjónakeppna og bæði hannað og kennt sín eigin barþjónanámskeið. Andri starfar sem veitingastjóri og aðal hugmyndasmiður á bakvið drykkjarprógrammið á Mat og Drykk, Grandagarði 2. Veitingastaður sem við mælum fyllilega með. Andri hannaði fyrir okkur eftirfarandi klassísku og ljúffengu kokteila með Íslandus í aðalhlutverki.

Verði ykkur að góðu!

ÍSLANDUS BIANCO

4 cl Martini Bianco

6 cl Íslandus

Toppað með Egils Kristal Mexican Lime

Blandað beint í long drink glas með klökum

Skreytt með líme

 

Þetta segir Andri:

„Einstaklega mildur og ferskur drykkur sem hentar sérlega vel sem fordrykkur. Þurr vermút kemur með aðlagandi jurtakeim og bláberin í Íslandus fá að njóta sín til fulls.“

 

 

 

 

ÍSLANDUS DAIQUIRI

3 cl romm

1,5 cl lime safi

barskeið sykursíróp

3 cl Íslandus

Hrist með klaka og borið fram í kokteilglasi

Skreyting: þurrkuð bláber

 

Þetta segir Andri:

„Skemmtileg blanda sem byggir á einum allra þekktasti romm kokteill heims.
Rekja má rætur Daiquiri aftur til ársins 1903 þegar hann var fundinn upp á Kúbu af bandaríska námuverkamanninum Jennings Cox. Daiquiri var einnig í miklu uppáhaldi hjá bandaríska rithöfundinum Ernest Hemingway sem bætti gjarnan við greipsafa og maraschino líkjör í sína uppskrift. Daiquiri er oft borinn fram frosinn ásamt jarðaberjum og þá kallaður Strawberry Daiquiri.
Ath. sniðugt að búa til klaka úr Íslandus og blanda í blender.“

  

ÍSLANDUS COSMOPOLITAN

4 cl Sítrónu vodka

1,5 cl Triple sec

1,5 cl lime safi

3 cl Íslandus

Hrist með klaka og borin fram í kokteilglasi

Skreytt með lime

 

Þetta segir Andri:

„Cosmopolitan er einn af þekktustu kokteilum heims og hér er hann í öðruvísi útfærslu sem þið verðið að prófa!
Cosmo var sennilega fyrst gerður í Bandaríkjunum árið 1930 en vinsældir hans jukust til muna þegar þættirnir Sex and the City voru sýndir þar sem Cosmo bregður reglulega fyrir. Í þessari uppskrift er einfaldlega aðeins búið að spila með hlutföll innihaldsins og skipta út trönuberja safa fyrir Íslandus.“

 ÍSLANDUS MARGARÍTA

3  cl Tequila

1,5 cl Triple sec

1 cl lime safi

3 cl Íslandus - frysta fyrirfram

Hrist með Íslandus klökum eða blandað í blender

Borin fram í kokteilglasi

Skreyting: sítrónubörkur

 

Þetta segir Andri:

„Þessi gæti komið á óvart!
Það fara nokkrar sögur um uppruna Margaritu en sú áreiðanlegasta er sú að hann hafi verið fyrst búinn til í kringum 1938 í Tijuana í Mexíkó. Margarita er gríðalega vinsæll kokteill og oftar enn ekki borinn fram frosinn.
Ath. sniðugt að búa til klaka úr Íslandus og blanda í blender.“