_PSS0284

ÍSLANDUS EFTIRRÉTTUR

fyrir 5 – 6 manns

Rjómaskyrkrem:
2,5 dl rjómi
200 gr ferskt, óhrært skyr frá Erpsstöðum
1 tsk vanilluduft
3 msk sykur

Rjóminn er þeyttur ásamt sykri og vanilludufti. Þegar rjóminn er byrjaður að þykkna er skyrinu bætt út í og þeytt áfram í stífa blöndu.

Íslandus-síróp
2 dl Íslandus
1 msk sykur
3 msk krækiber (mega vera frosin)

Sett saman í lítinn pott og látið sjóða í 10 – 12 mínútur. Hrært öðru hvoru í á meðan. Krækiberin eru marin með sleifinni til að fá safann úr þeim. Sírópið er kælt.

Jarðarber
400 gr íslensk jarðarber

Jarðarberin skorin í bita og marineruð í sírópinu í 10 – 15 mínútur. Rétturinn er settur saman í nokkur lög af rjóma og berjaböndu til skiptis. Skreytt að vild með berjum og ristuðum möndluflögum.

 

Uppskriftir